Fjölskyldufyrirtæki síðan 1986
Skermir er fjölskyldufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í gluggatjöldum síðan árið 1986. Í dag hefur yngri kynslóðin tekið við keflinu og hefur fyrirtækið fengið að stækka og þróast í takt við tímann síðan það var upphaflega stofnað.
Öll framleiðsla Skermis fer fram á Íslandi og er lögð áhersla á gæði og góða þjónustu. Birgjar Skermis eru allir innan Evrópu og eiga það sameiginlegt að sérhæfa sig í vönduðum efnum á öllum verðbilum.
Komdu við hjá okkur á Höfðabakka 9 og við finnum saman hvað hentar þínu heimili.